Hvað mun ráða eftirspurn?

Fasteignaráðstefna fór fram í Hörpu 22.2. sl. Greiningardeild Arion banka var þátttakandi. Velt var upp hver eftirspurn eftir íbúðahúsnæði verði til skamms og lengri tíma. Og hvaða áhrif lækkun raunvaxtastigs hefði á húsnæðisverð. Sú spurning er sérlega mikilvæg. Hvað gerir hið opinbera? 

Konráð S. Guðjónsson hjá greiningardeild Arion spurði: Hvers vegna skiptir eftirspurn svona miklu máli? Til skemmri tíma er framboð fast. Eftirspurn getur sveiflast eins og lauf í vindi spákaupmennsku og efnahagsþróunar. Heimilin hafa sjaldan staðið betur fjárhagslega. Laun og ráðstöfunartekjur leika lykilhlutverk á húnsnæðismarkaði. Atvinnuleysi hefur nánsta verið þurrkað út. Fólksfjölgun eykur eftirspurn á húsnæðismarkaði. Byggja þarf átta til tíu þúsund íbúðir á landi öllu til ársloka 2019. Allar líkur eru á að húsnæðisverð hækki áfram næstu mánuði hið minnsta. Hagkerfið er orðið háð ferðaþjónustu. Sveiflur í ferðaþjónustu geta smitast inn á íbúðamarkaðinn. Raunvextir fara lækkandi á heimsvísu. Líklegt er að Ísland fylgi á eftir.

Niðurstöður Konráðs eru þessar. Hann telur líklegt að húsnæðisverð hækki a.m.k. til 2019. Miðað við mannfjöldaspá þarf líklega að byggja þrjátíu og fimm til fjörutíu þúsund íbúðir til ársins 2040 á landinu öllu. Íbúum sjötíu ára og eldri mun fjölga um ein þrjátíu þúsund til 2040. Þetta kallar á húsnæði sem hentar þeim aldurshópi. Konráð segir að virði staðasetningar á höfuðborgarsvæðinu er líklegt til að aukast meira eftir því sem höfuðstaðurinn stækkar. Minni fjölskyldur og aukið virði staðsetningar gæti leitt til þess að eftirspurn eftir minni íbúðum aukist hlutfallslega meira á komandi árum. Líkur á að raunvextir lækki á komandi árum sem myndi gera kaupverð í hlutfalli við leiguverð hærra en ella. Deilihagkerfið. Sýndarveruleik. Gervigreind. Samfélagsbreytingar. Loftlagsbreytingar. Hvaða áhrif mun það hafa. Konráð spyr hvort þau séu kannski stærstu atriðin. Nánar www.arionbanki.is