Hvað gerist í pólitíkinni í vetur?

Davíð Þorláksson og Ólafur Arnarson gestir í 21 í kvöld:

Hvað gerist í pólitíkinni í vetur?

Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, og Ólafur Arnarson, hagfræðingur og rithöfundur, verða gestir Björns Jóns Bragasonar í fréttaskýringarþættinum 21 í kvöld. Þar munu þeir spá í spilin fyrir komandi þingvetur.

Mun orkupakkamálið hafa langvarandi pólitísk áhrif? Er Sjálfstæðisflokkurinn að festast undir 20 prósenta fylgi? Mun ófrysta innflutta kjötið standa í framsóknarmönnum? Hvers vegna heyrist ekkert í grasrótinni í Vinstri grænum? Eru andstæður að skerpast milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis?

Þessi mál og fleiri verða rædd í 21 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 21:00.

Nýjast