Hvað gerðist hjá Íslandsbanka?

Hvað gerðist hjá Íslandsbanka?

Ný auglýsing frá Íslandsbanka veldur reiði. Léttklædd kona er í auglýsingunni umkringd karlmönnum sem allir eru dúðaðir upp fyrir háls.

Facebook logar vegna auglýsingarinnar, fjölmargar konur gera athugasemdir eins og þessar:

„Ótrúlegt að auglýsa svona árið 2018 eftir allt sem á undan er gengið. Vandræðalegt fyrir Íslandsbanka".

„Ì alvöru. Svo sammála, finnst þetta fáránlegt og niðurlægjandi, íhuga að skipta um banka ef þetta verður ekki tekið tilbaka!!"

„...í öllu auglýsingagerðarferlinu, sagði virkilega enginn: „Af hverju að hafa konuna fáklædda?“

„Ìslandsbanki ì alvörunni að auglýsa eitthvað með léttklæddri konu og kappklæddum körlum... Er bara smá orðlaus... Kommon krakkar !!"

 

Nýjast