Hugsum vel um eigið sjálf

Hugsum vel um eigið sjálf

Mikil vitundavakning er að eiga sér stað í samfélaginu. 

Fólk gerir sér grein fyrir því að við lifum í hröðu umhverfi og undir mikilli pressu á breytilegri tækniöld. Því er svo gott að tala við fólk sem er farið að slaka aðeins á, njóta lífsins og lifa í núinu. 

Á litlu Flateyri þar sem einungis búa um 160 manns mun hún Helena Jónsdóttir verða skólastjóri í nýja Lýðháskólanum á Flateyri. Skólinn hefst í haust og leggur áherslur á að kanna sitt eigið sjálft, þekkja náttúruna og í raun kunna til verka. Í skólanum er þér gefin tími og tól til að kanna styrkleika og veikleika, getu og afköst. Nemum er kennt allt frá netagerð yfir í frjóa hugmyndahugsun og allt þar á milli. Það þarft hvorki að klára þunga algebrubók né skila úr henni ritgerð. Í þessum skóla er nemendum einfaldlega kennt að þekkja sjálfa sig og vera sjálfbærir. - Merkilegt nokk ! 

Og talandi um eigið sjálft. Guðni Gunnarsson, lífsráðgjafi og eigandi Rope Yoga setursins, Rys lifir í núinu. Hann nýtur augnabliksins og er þakklátur fyrir vatnið í sturtunni og matinn á borðinu.

Hversu oft lendir maður í því að allt í einu er dagurinn hlaupinn frá manni, koddinn er framundan í hyllingum og maður man alls ekki eftir að hafa keyrt heim úr vinnunni? Hví ekki að slaka aðeins á í tilverunni sinni og draga andann? Guðni segir "skipulagðu hvíldina þína". Því hún þarf í raun ekki að taka mikinn tíma. Nokkrar mínútur til hvíldar, íhugunar eða hugleiðslu þar sem við gerum ekkert í augnabliks stund, getur gert gæfumun í orku forðanum sem við öll búum að. Hugsum nú vel um okkur sjálf....

Hin yndæla Sóley þróaði ennfremur gamla ættaruppskrift af græðandi smyrsli. Sú þróun vatt hratt uppá sig og í dag er Sóley að selja vörurnar sínar Sóley Organics  víðs vegar um heiminn. Vörurnar eru dásamlegar, unnar úr efnum náttúrunnar, einstaklega skilvirkar og ilmandi.

 

Já ég segi það aftur, hugsum vel um eigið sjálf, lífið er svo ósköp hratt og dýrmætt.

 

 

Nýjast