Höskuldur fékk 150 milljónir við starfslok

Hösk­uld­ur H. Ólafs­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Ari­on banka, fékk 150 millj­ón­ir króna við starfs­lok sín hjá bank­an­um í lok apríl. Þetta kem­ur fram í reikn­ings­skil­um bank­ans fyr­ir ann­an ársfjórðung ársins 2019. Mbl.is greinir frá.

Í fyrra var Höskuldur hæst launaði bankastjórinn með 67,5 milljónir króna í árslaun, auk 7,2 milljóna króna í árangurstengdar greiðslur, samtals 74,7 milljónir króna. Mánaðarlaun hans á árinu 2018 voru því rúmlega 5,6 milljónir króna, og rúmlega 6,2 milljónir króna á mánuði ef árangurstengdu greiðslurnar eru teknar með.

Í umfjöllun Mbl.is segir að Hösk­uld­ur hafi starfað sem bankastjóri Arion banka í samtals 107 mánuði. 150 milljóna starfslokagreiðslan samsvarar því 1,4 millj­ón­um króna fyr­ir hvern mánuð sem hann gegndi stöðunni.

Þegar Höskuldur lét af störfum tók Stefán Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Ari­on banka, tímabundið við stöðu banka­stjóra þann 1. maí. Benedikt Gíslason var svo ráðinn nýr bankastjóri Arion banka og hóf störf 1. júlí.