Hörður: „Ég er búinn að missa allt. Blokkaður á Facebook“

Hörður: „Ég er búinn að missa allt. Blokkaður á Facebook“

„Ég er búinn að missa allt. Mannleg nánd, ég hef ekki kynnst henni í heilt ár. Ég á enga fjölskyldu lengur. Ég fæ ekki boð í fermingar, blokkaður á Facebook.“

Þetta segir Hörður Magnússon sem sýnir enn og aftur mögnuð leiktilþrif, nú í nýrri auglýsingu fyrir Pepsi Max- mörkin en það er aðeins vika í að flautað verði til leiks í deildinni. Það er orðinn fastur liður að birt sé auglýsing þar sem Hörður fer á kostum en knattspyrnulýsandinn hefur fyrir löngu einnig sannað sig sem prýðilegur leikari.

Auglýsingin nú er í raun framhald af annarri. Í fyrri auglýsingunni hafði fjölskyldan yfirgefið Hörð. Í þetta sinn er sagan hversu ömurlegt lífið sé án fjölskyldunnar og það eina sem geti komið til bjargar sé Pepsi Max mörkin. Hörður segir í auglýsingunni sem er með þeim betri sem hann hefur sent frá sér:

„Stöð 2, Pornhub dugar mér ekki, ég verð að að fá minn skammt af Pepesi Max-mörkunum,“ segir Hörður og bætir við: „Eina sem ég á eftir er Pepsi Max mörkin. Þið verðið að vera með mér í sumar  konan, börnin eru farin. Þau koma ekki aftur. Þið verðið að vera með mér í sumar.“

Nýjast