Hoppaði í sjóinn í reykjavíkurhöfn: pirraður út í lögregluna og reyndi að stela frá þeim fána

Það var um klukkan hálf sex í gær fékk lögregla tilkynningu um mann sem hafði hoppað í sjóinn í miðbænum. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn kominn á þurrt land. Samkvæmt lögreglu amaði ekkert að manninum og hélt þá lögreglan sína leið.

Klukkutíma síðar eða um hálf sjö kom lögregla auga á mann fyrir utan lögreglustöðina við Vínlandsleið. Sá var að taka niður íslenska fánann sem þar blakti við hún. Aðspurður hvað vakti fyrir honum svaraði maðurinn að hann væri pirraður út í yfirvöld, lögregluna sjálfa.

Eftir skýrslutöku var manninum sleppt.