Ferðaþjónusta meir en tvöfaldast síðan 2009

Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 8,1% árið 2016. Til samanburðar nam hlutur ferðaþjónustunnar 6,2% árið 2015 og 5,2% árið 2014. Bráðabirgðatölur um áætlaða hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu ársins 2017 verða birtar 20. júlí næstkomandi. Ferðaþjónustureikningar eru hliðarreikningar þjóðhagsreikninga og er ætlað að leggja mat á hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu og þróun hennar sem atvinnugreinar.

Alls voru komur erlendra ferðamanna hingað til lands 2.146.273 árið 2016 sem var 35,2% aukning frá fyrra ári. Mestu munaði um aukningu í komum gistifarþega en heimsóknum þeirra fjölgaði um 39%. Komum daggesta, sem alla jafna koma með skemmtiferðaskipum, fjölgaði um 18,9% á milli ára. Aukning í fjölda gistinátta var 21,6% sem er nokkuð minni aukning en í fjölda heimsókna.

Lesa alla frétt frá Hagstofunni hér