Hjúkrunarfræðingar eru órólegir: „það þýðir ekki fyr­ir ríkið að benda á yf­ir­stjórn land­spít­al­ans og yf­ir­stjórn land­spít­al­ans að benda á ríkið“

Hjúkrunarfræðingar eru órólegir yfir fyrirhuguðum niðurskurðaraðgerðum á Landspítalanum segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

„Ár eft­ir ár er ráðist í niður­skurðaraðgerðir. Það að við get­um tryggt ör­yggi þjón­ust­unn­ar, hvað þá gæði þeirr­ar þjón­ustu sem við vilj­um veita set ég spurn­ing­ar­merki við. Þetta held­ur áfram að fara niður á við svo ég spyr hvar það er sem held­ur og hvar það er sem slepp­ir,“ seg­ir Guðbjörg í í frétt Mbl um málið.

Með fyrirhuguðum niðurskurðaraðgerðum á meðal annars að svipta hjúkrunarfræðinga sérstökum álagsgreiðslum og telur Guðbjörg vöntun á raunhæfu samtali á milli ríkisins og Landspítalans.

„Það þýðir ekki fyr­ir ríkið að benda á yf­ir­stjórn Land­spít­al­ans og yf­ir­stjórn Land­spít­al­ans að benda á ríkið,“ segir Guðbjörg og tekur fram að 70% af rekstrarkostnaði Landspítalans sé launakostnaður eins og hefur verið vitað í mörg ár.

Sett voru sérstök kjör fyrir hjúkrunarfræðinga vegna langvarandi mönnunarvanda á spítalanum í gegnum svokallað Hekluverkefni þar sem hjúkrunarfræðingar hafa nýlega fengið álagsgreiðslur fyrir störf sín. Nú stendur til að leggja þetta kerfi af og sagði formaður Læknafélags Íslands í gær að helsta ástæða rúmlega fjögurra milljarða halla á rekstri spítalans sé vegna þess að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum hafi verið gert sérstaklega hátt undir höfði.

Þessu eru Guðbjörg ósammála og segir hún það aldeilis ekki rétt að þessar aukagreiðslur sem hjúkrunarfræðingar hafa fengið séu alls ekki ástæða þess að Landspítalinn sé að fara á hliðina. Tekur hún einnig fram að greiðslurnar séu ekki háar og að spítalinn hafi tekið upp á þessu til þess að reyna að halda fólki í starfi.

„Þetta eru eng­ar stór­ar upp­hæðir og eru ekki upp­hæðir af þeim toga að þær ein­ar  og sér myndu halda hjúkr­un­ar­fræðing­um í starfi þó þær kæmu inn aft­ur. Fyr­ir voru hjúkr­un­ar­fræðing­ar lægra launaðir en sam­bæri­leg­ar stétt­ir. Stétt­ir með sam­bæri­lega mennt­un og álag. Það er ekki nóg að setja þess­ar álags­greiðslur inn aft­ur. Það þarf að leiðrétta þetta í grunn­inn,“ segir Guðbjörg og telur hún ástæðuna fyrir vandamálinu vera vegna þess að hjúkrunarfræðingar eru 97% konur og þar skíni í gegn hvernig þjóðfélagi við búum í.

Þá segir Guðbjörg að hjúkrunarfræðingar muni ekki bíða endalaust og að þeir séu orðnir mjög órólegir en þeir hafa staðið í kjaraviðræðum við ríkið í tæpa sjö mánuði núna. Segir Guðbjörg það augljóst að vegna fjölda hjúkrunarfræðinga muni samningar alltaf kosta mikla peninga. Þá segir hún einnig að það komi ekki á óvart að hjúkrunarfræðingar leiti erlendis til starfa. Nú þegar sé mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og að deildir þar séu mjög undirmannaðar.

„Þegar viðmótið er svona, þegar samn­ings­vilj­inn er ekki meiri. Þetta er bara fólk, þetta er at­vinn­an þeirra og fólk þarf vinnu og mennt­un hjúkr­un­ar­fræðinga er bara mjög góð og þeir geta fengið vinnu víða. Áhyggj­ur yf­ir­stjórn­ar Land­spít­ala eru al­gjör­lega til staðar yfir því hvernig eigi að halda uppi þjón­ust­unni. Svo er þetta bara spurn­ing fyr­ir hvern og einn starfs­mann hvort hann ætli að vinna í þessu starfs­um­hverfi eða ekki.“