Hjón fái hvort sitt lögheimilið

Umræður hafa skapast í kringum færslu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í dag þar sem hann segist ætla að leggja fram frumvarp um breytinga á lögum um lögheimili. Með því verði hjónum heimilt að eiga sitt hvort heimilið en hjón séu oftar en áður í fjarbúð vegna vinnu.

Einnig vill Sigurður Ingi gera þær breytingar að þegar einstaklingur skráir sig til heimilis annarra þurfi að senda þinglýstum eigendum fasteignarinnar tilkynningu um það.

Með þessu yrði m.a. ekki lengur hægt að skrá nýja íbúa á heimili fólks án þeirrar vitundar en í kringum prófkjör hefur slíkt stundum tíðkast, jafnvel að fjöldi manns hafi verið á skrá á einu heimilisfangi án vitundar eiganda hússins.

Athugasemdir við færslunni eru meðal annars hvort ekki væri hægt að koma að tvöföldu lögheimili barna enda þarft mál að börn geti átt lögheimili hjá báðum foreldrum sem hafa skilið. Annar spyr hvort að það væri ekki eðlilegra að eigandi fasteignar þurfi að samþykkja skráningu lögheimilis áður en hún gengur í gegn. Enn einn segir að ekki megi gleyma að það sé inni í lögum að húseigandi geti flutt þá í burtu af heimilinu sem ekki eiga þar heima svo sem fyrri íbúa.  

Málið er þó ekki nýtt af nálinni heldur frá því í hitteðfyrra miðað við fyrirspurnina sem Oddný G. Harðardóttir þingmaður leggur fram á Alþingi í dag: