Helsta uppákoman hjá pírötum

Baldur Þórhallsson, professor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir á Þjóðbraut í kvöld að kosningabaráttan sé nokkuð tíðindalítil nema útspil Pírata um viðræður. Hann telur flokkana eiga ágæta möguleika á að vinna saman, það er, Pírata, VG, Samfylkinguna og Bjarta framtíð. Baldur segir að verði stefnuskrá til hjá þessum flokkum þurfi hún ekki að vera svo nákvæm. Helst er að krafa Pírata um styttra kjörtímabil verði til vandræða. 

Viðreisn virðist óráðin en flokkarnir fjórir næðu meirihluta á þingi ef kosið yrði núna miðað við nýjustu könnun sem gerð var af Félagsvísindastofnun. Þá næðu flokkarnir 36 þingsætum, langflest fyrir VG og Pírata.