Helgi segir grein Markaðarins „fake news“

Eyjan.is fjallar um

Helgi segir grein Markaðarins „fake news“

Í grein Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, í gær er greint frá því í slúðurdálkinum Skotsilfur að Helgi Már Björgvinsson, einn lykilstjórnenda Icelandair, væri hættur hjá félaginu. „Helgi Már Björgvinsson, sem hefur verið lykilstjórnandi hjá Icelandair Group til fjölda ára, lét nýlega af störfum hjá ferðaþjónustufyrirtækinu, samkvæmt heimildum Markaðarins,“ segir í dálkinum.

Vandinn er hins vegar sá að Helgi er ekkert hættur og greinir sjálfur frá því á Facebook. Hann vitnar í Mark Twain og segir að fréttir af starfslokum sínum séu stórlega ýktar. „Ég vildi bara tilkynna ykkur, kæru FB vinir, að fréttir af starfslokum mínum hjá Icelandair í Markaðnum í dag eru stórlega ýktar og flokkast sennilega undir ,,fake news“

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/09/13/helgi-segir-grein-markadarins-fake-news/

 

Nýjast