Helgi Hrafn úthúðar Sjálfstæðisflokknum

Eyjan.is er með þessa frétt

Helgi Hrafn úthúðar Sjálfstæðisflokknum

Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati fer hörðum orðum um Sjálfstæðisflokkinn í færslu á fésbókarsíðu sinni og segir það viðvarandi vandamál að flokkurinn sé rótgróinn hluti af íslenskri stjórnmálasögu.

Helgi Hrafn fær talsverðar undirtektir við skrifunum og þá hafa 20 manns deilt færslunni er þetta er ritað.

Helgi Hrafn segir Sjálfstæðisflokkinn „vera orðinn svo heimakær valdinu að meðferð hans á því beinlínis einkennist af ábyrgðarleysi.“

„Það er ekkert sterkara einkenni Sjálfstæðisflokksins heldur en ábyrgðarleysi í öllum skilningi, á öllum sviðum og öllum stundum. Þessi flokkur er með fullkomið ofnæmi fyrir ábyrgð og gerir ennfremur allt sem hann getur til að grafa undan væntingum fólks til ábyrgðar í stjórnmálum.“

Nánar á

https://eyjan.dv.is/eyjan/2019/03/16/helgi-hrafn-uthudar-sjalfstaedisflokknum-thessi-flokkur-er-med-fullkomid-ofnaemi-fyrir-abyrgd/

Nýjast