Hannes hólmsteinn: „hvað hafa komandi kyn­slóðir gert fyrir okkur? ekkert“ - veður aftur í gretu thungberg

Hannes Hólm­steinn Gissurar­son, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands spurði í dag á Twitter hvað komandi kynslóðir hafa gert fyrir okkur. Hann svaraði svo spurningu sinni sjálfur og sagði: „Ekkert.“ 

„Greta Thun­berg segir að hún tali fyrir komandi kyn­slóðir. Hvað hafa komandi kyn­slóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kyn­slóðir? Allt.“

Hannes er duglegur að ræða um Gretu á Twitter síðu sinni, en ekki fyrir löngu líkti hann baráttu hennar fyrir lausnum við loftlagsvandanum við barnakrossferðina árið 1212.

„Aðgerðir Grétu Thunbergs minna mig á barnakrossferðina árið 2012. Fjöldaæði. Börn eru ekki endilega gáfulegasti leiðarvísir okkar að framtíðinni.“

Skrif Hannesar vakti athygli margra notenda Twitters og tjáðu nokkrir sig um þau.

„Sonur minn (0,25 ára) hefur lítið sem ekkert gert fyrir mig og treystir sér einu sinni ekki í rökræður um súrnun sjávar, segir allt sem segja þarf,“ segir Arnar Gunnarsson við skrifum Hannesar. 

Þá þakkar einn Twitter notandi honum fyrir að benda á það að þeir sem ekki enn séu til hafi ekki gert neitt fyrir neinn.