Handverkið lifi !

 

Moggi greinir frá og birtir mynd af uppskipun vöru fyrir Handverkshúsið að Bakka.

Handsverkshúsið er flaggskip í atvinnuuppbyggingu Vinstri grænna. Að Bakka er ekki rekin stóriðja samkvæmt ,,hinni flottu” Katrínu formanni Vinstri grænna.

Í handverkið, sem stundað er að Bakka, þarf kvarts. Kvartsið kemur frá Póllandi. Til að kynda ofninn til að baka kvartsið þarf kol. Kolin eru flutt til Húsavíkur frá Kólumbíu um Rotterdam- austur um haf og svo vestur -. Kannski möguleg hækkun í hafi þar. Kvartsið og kolin er svo flutt með vörubílum um jarðgöng frá höfninni í vörugeymslu Handverkshússins.

Sannanlega umhverfisvænt handverk á Bakka.