Guðni í hælunum á ólafi

Frjáls verslun kannaði dagana 26. apríl til 1. maí fylgi hugsanlegra frambjóðenda til forseta. Meðal annars var spurt hvern þátttakendur vildu sem forseta ef þeir mættu nefna hvaða Íslending sem vera skal. Alls tóku 74% þátttakenda afstöðu til spurningarinnar. Um 59% þeirra sem afstöðu tóku nefndu þá tvo frambjóðendur sem mest fylgi fengu, Ólaf Ragnar Grímsson og Guðna Th. Jóhannesson.

Ólafur Ragnar var nefndur af 32% og Guðni Th. af 27%. Óvissa (95%) er +/-5%. Munurinn er því marktækur segir á vefnum heimur.is.

Aðrir sem nefndir voru fengu innan við 10% meðal þeirra sem afstöðu tóku.