Guðna ofbýður sjálfsupphafningin

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist vonast til þess að þau þingmanna sem sýndu af sér virðingarleysi, sjálfsupphafningu og ógeðfellt orðfæri, finni hjá sjálfum sér hvað þau hafa gert og bregðist við því. Hann telur undirliggjandi vanda hafa komið fram í hegðun þeirra.

Guðni ræddi meðal annars mál sex þingmanna, sem notuðu orð eins og „helvítis tík“, „kunta“ og fleira í umræðum um stjórnmálakonur, í viðtali í Silfrinu sem sýnt var fyrir skemmstu. 

„Auðvitað ofbauð mér eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði. Orðfærið, virðingarleysið, sjálfsupphafningin. Þetta er ekki leiðin til þess að auka traust manna á Alþingi, að viðhafa svona orðfæri sem er til merkis um einhvern undirliggjandi vanda. Manni ofbauð. Það er ekkert flóknara en það.“

Nánar á

https://stundin.is/grein/7978/