Guðmundur afar neikvæður árið 2012 – svo varð hann ráðherra: þá breyttist allt

Guðmundur Ingi Guðbrandsson var framkvæmdastjóri Landsverndar árið 2012. Á þeim tíma var hann afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipunarhafnar í Finnafirði það sama ár. Guðmundur Ingi sem er félagi í Vg var skipaður umhverfisráðherra utan þings í nýrri ríkisstjórn Katrínar árið 2017. Og nú þegar Guðmundur Ingi er orðinn ráðherra hafa hlutirnir breyst. Nú segir hann ríkið ekki hafa fjárhagslega aðkomu að verkefninu og engu við það að bæta. Eins og kemur fram í Fréttablaðinu er hluti af svæðinu á náttúruminjaskrá en tugþúsundir fermetra fara undir starfsemi í Finnafirði og fyrirséð að framkvæmdin hafi neikvæð umhverfisáhrif.

Guðmundur Ingi hafði þetta að segja sem framkvæmdastjóri Landsverndar árið 20212:

 „Landvernd telur að uppbygging iðnaðarstarfsemi á svæði á náttúruminjaskrá sé í miklu ósamræmi við þessa markmiða- og stefnumiða­setningu sveitarstjórnar Langanesbyggðar [...] Þá eru þessi svæði í næsta nágrenni við stórt tiltölulega lítt snortið svæði. Verðmæti slíkra svæða fer vaxandi í heimi sem sífellt verður þéttsetnari. Þar er um að ræða verðmæti sem felast í eigingildi náttúrunnar en einnig í möguleikum á uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.“

Í dag neitar Guðmundur að svara en aðstoðarmaður hans sendi eftirfarandi texta til Fréttablaðsins:

„Ríkið hefur ekki haft neina fjárhagslega aðkomu að þessu og umhverfisráðherra hefur í raun engu við þetta að bæta.“