Guðmund­ur ingi skoðar mál fh

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, verður sett­ur til að taka ákvörðun um hvort hefja eigi málsmeðferð vegna ákvörðunar bæj­ar­stjórn­ar Hafn­ar­fjarðar um fram­kvæmd­ir og kaup á mann­virkj­um í Kaplakrika. Þetta var ákveðið á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un, en til­laga þess efn­is verður send for­seta.

Heil­brigðisráðherra var upp­haf­lega falið að fjalla um tvær stjórn­sýslukær­ur minni­hluta bæj­ar­stjórn­ar Hafn­ar­fjarðar sem tengd­ust ákvörðun meiri­hlut­ans um að falla frá bygg­ingu knatt­húss í Kaplakrika og kaupa þess í stað aðrar eign­ir FH á svæðinu. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, lýsti sig van­hæf­an til að fjalla um málið vegna van­hæf­is. Niðurstaða heil­brigðisráðherra var að vísa kær­un­um frá, en tók þó fram að það væri mat ráðherra að til­efni væri til að málsmeðferð Hafn­ar­fjarðar væri tek­in til at­hug­un­ar af ráðuneyt­inu.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/12/18/gudmundur_skodar_mal_fh/