Greinendur snarhækka matið á Marel

Greinendur snarhækka matið á Marel

IFS og Capacent gáfu út í dag nýtt verðmat á Marel en félagið birti glæsilegt uppgjör í liðinni viku.

 

Verðmat IFS miðar við gengi Marels 450 í dag (Fair value) og 497 (Target Price) í lok árs. Hér er um mikla hækkun að ræða frá gengi félagsins á Kauphöll Íslands sem er 364:50. Nýtt verðmat er þannig 23% hærra en gengi félagsins í dag. Verðmat Capacent er mjög svipað.

 

Samkvæmt þessum greiningaraðilum er félagið því verulega undirverðlagt á markaði eins og staðan er núna.

Nýjast