Gestir gáttaðir: par ætlaði að njóta ásta í borgarleikhúsinu

Par sem sat utarlega á fjórtánda bekk á farsanum „Sýningin sem klikkar“ og sýndur er í Borgarleikhúsinu var vísað út í gærkvöldi. Parið var undir miklum áhrifum áfengis. Á vef RÚV er greint frá því að konan hafi helt bjórglasi yfir sessunaut sinn á meðan karlinn steinsofnaði.

Þeir gestir sem sátu í námunda við parið töldu margir að þau væru hluti af verkinu. En síðan vaknaði karlinn og ældi. Voru gestir gáttaðir á framferði parsins. Á vef RÚV segir:

„Þá fór að þyngjast brúnin á nærstöddum, en var samt allt kyrrt um hríð.“

Leikararnir tóku ekki eftir því sem fram fór en einn gestur sem sat fyrir aftan parið var nóg boðið þegar þau gerðu sig líkleg til að njóta ásta. Náði gesturinn í húsvörð sem vísaði parinu út.