Geri viðskipta­samn­ing ómögu­leg­an er „fals­frétt“

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur lýst því yfir að fríversl­un­ar­samn­ing­ur Bret­lands og Banda­ríkj­anna sé „al­ger­lega mögu­leg­ur“, en hann var í tveggja daga heim­sókn í London fyrr í vikunni. Trump hafði lýst því yfir í viðtali við The Sun að út­göngu­leið Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu myndi gera viðskipta­samn­ing þeirra á milli ómögu­leg­an, væri „fals­frétt“. Trump sagðist sann­færður um að hægt verði að kom­ast að sam­komu­lagi um viðskipta­samn­ing á milli land­anna tveggja eft­ir heim­sókn­ina.

Heim­sókn Trump hef­ur síður en svo verið vel tekið af Bret­um, en send var á flug gríðar­stóra blöðru í líki Trump sem smá­barns. Mót­mæl­end­ur höfðu fengið leyfi fyr­ir blöðrunni hjá borg­ar­stjóra London.