Gengi krónunnar fellur

Gengisvísitala íslensku krónunnar hefur stigið um 2% á undanfarinni viku. Þetta þýðir að gengi krónunnar hafi fallið um 2% á þessum tíma. Á sama tíma hefur gjaldmiðillinn flökt um 5%. Búast má við að þessarar hækkunar muni gæta á innfluttum vörum á næstunni og að sjálfsögðu munu þeir sem skulda verðtryggð lán finna fyrir þeirri hækkun á lánum sínum. 

Mest hefur hækkun dollars haft áhrif á gengisvísitöluna, en dollar hefur hækkað um 2.9% í vikunni. Evra hefur hækkað minna, eða um 1,77%.