Garðyrkjubændur gegn plasti

Sölufélag garðyrkjumanna ætlar sér að verða leiðandi í því að takmarka plastnotkun. Um allan heim taka fyrirtæki og stjórnvöld sig á til að stemma stigu við þeirri óheillaþróun sem hefur orðið vegna plastmengunar.

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélagsins, ræddi plastnotkun við grænmetisræktun í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hann sagði að stefnt væri að því að hætta nærri alfarið að nota óendurnýjanlegar plastumbúðir e nota í staðinn umbúðir úr jurtasterkju sem brotnar betur niður umhverfinu.

Nú þegar eru einhverjir bændur búnir að skipta þessum efnum ú ten jurtasterkjan verður hreinlega bara að mold í umhverfinu. Umbúðirnar er ekki svo frábrugðnar plastinu á að horfa. Gunnlaugur sagði ennfremu að áður hafi samtökin skipt plastbökkum út fyrir endurvinnanlegan pappa, til viðbótar því að banna innan sinna raða notkun frauðplasts.

Meginástæðan fyrir plastumbúðum grænmetis er til að auka endingu þess sem svo vinnur gegn matarsóun.

Gunnlaugur sagði ennfremur í Morgunútvarpinu að til stæði að merkja jurtasterkjuumbúðir sérstaklega fyrir neytendur.