Galin hugmynd

Upp úr þurru birt­ist frum­varp frá Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þar sem opnað er á þann mögu­leika á skipa glæpa­menn í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins tíu árum eftir að þeir hafa verið dæmd­ir.

Verði frum­varp Sig­ríðar Á. And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra, um breyt­ingar á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um upp­­reist æru, að lögum mun verða dregið veru­­lega úr þeim hæf­is­skil­yrðum sem þarf að upp­­­fylla til að sitja í stjórn Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins (FME). Skýr­ing á því hvers vegna dregið sé úr hæfi mann til að stýra Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu er ekki rök­studd í grein­­ar­­gerð

Einn liður fyrr­nefnds frum­varps­ snýr að þvi að breyta lögum um eft­ir­lit með fjár­­­mála­­starf­­semi. Í þeim lögum er fyrir skýrt ákvæði um að stjórn­­­ar­­menn Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins skuli „hafa óflekkað mann­orð og mega ekki í tengslum við atvinn­u­­rekstur hafa hlotið dóm fyrir refsi­verðan verknað sam­­kvæmt almennum hegn­ing­­ar­lögum eða lögum um hluta­­fé­lög, einka­hluta­­fé­lög, bók­hald, árs­­reikn­inga, gjald­­þrot eða þeim sér­­lögum sem gilda um eft­ir­lits­­skylda aðila.“

Nánar á

https://kjarninn.is/skodun/2018-11-17-galin-hugmynd/