Fyrrum aðstoðarmaður lilju fékk 2,4 milljónir

G 47 ehf, fyrirtæki í eigu Hrannars Péturssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Lilju Alfreðsdóttur þegar hún var utanríkisráðherra, hefur fengið tæpar 2,4 milljónir frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í svari Lilju við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um aðkeypta ráðgjöf ráðuneytisins frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum. 
 

Í svari Lilju kemur fram að fyrirtæki Hrannars hafi fengið greitt fyrir ráðgjöf vegna stefnumótunar og kynningarmála. 

Fréttastofa greindi frá því að Hrannar hefði í september á síðasta ári fengið greiddan reikning upp á  666 þúsund frá menntamálaráðuneytinu fyrir ráðgjöf við stefnumótun og kynningu á heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu. Þar á meðal voru aðgerðir til stuðnings einkareknum fjölmiðlum og bókaútgefendum. 

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/fyrrum-adstodarmadur-lilju-fekk-24-milljonir