Furstadæmið Liechtenstein

Furstadæmið Liechtenstein

Furstadæmið Liechtenstein tengist Sviss með samningi um viðskiptasamband. Svissneskur franki er því gjaldmiðill furstadæmisins og tollur og póstur eru sameinginleg. Liechtenstein er í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) og á aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Sviss er utan EES.

Forsætisráðherra furstadæmisins er Adrian Hasler. Hann hefur sagt að útganga Stóra-Bretlands úr Evrópusambandin (ESB) varði ýtrustu hagsmuni furstadæmsins. 

Forsætisráðherrann rifjar upp við Bloomberg fréttaveituna  að Liechtenstein hafi fyrir tuttugu og tveimur árum gerst aðili að EES svo tryggð væri óheft aðgengi furstdæmisins að innri markaði ESB.

Adrian Hasler segir að Liechtenstein taki á sig allar skuldbingindar EES sem fylgja þessari aðild og það án þess að mögla. Þetta séu meiriháttar skuldbinding fyrir smátt ríki (160 ferkílómetrar að stærð) og ekki fjölmennari þjóð (37 þúsund).

Adrian Hasler hefur lög að mæla þegar hann segir við fréttamann Bloomberg: "Það er lykilatriði fyrir okkur að þetta sé viðurkennt af ESB og að við þess vegna stöndum ekki frammi fyrir þeim orðna hlut að staða okkar sé verri eftir en áður þegar að Sameinað konungdæmið snýr baki við Evrópusambandinu."

rtá

Nánar www.bloomber.com

 

    

Nýjast