Fundur skipulagsráðs lögmætur

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hélt í dag fund, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins töldu ólögmætan, sökum annmarka við boðun fundarins. Fulltrúarnir ákváðu í kjölfarið að víkja af fundi ráðsins.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að bæði lögfræðingar sviðsins, og lögfræðingar miðlægrar stjórnsýslu, telji fundinn hafa verið lögmætan.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/borgin-segir-fundinn-logmaetan/149065/