Frekari samþjöppun á fjölmiðlamarkaði varhugaverð

Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í upplýstu lýðræðissamfélagi. Þeir veita valdhöfum og stórfyrirtækjum landsins aðhald og þjóna almannahagsmunum með að stuðla að upplýstri, vandaðri umræðu. Þess vegna hafa fjölmiðlar verið nefndir fjórða valdið. Þegar samþjöppun er mikil í eignarhaldi eða fákeppni ríkir á fjölmiðlamarkaði er hættan sú að umfjöllun verði einsleit og heilindi fjölmiðla sé stofnað í hættu, einkum ef sterk tengsl eru á milli eiganda fjölmiðlafyrirtækja og ráðandi stjórnmálaafla- eða afla, þeirra sem styðja tiltekna stefnu umfram aðra.

Slík staða ýtir undir að fjölmiðlar séu nýttir til að reka stjórnmálaáróður í þágu eiganda. Það er því afar mikilvægt að samfélagið styðji við fjölbreytni fjölmiðla, líkt og er eitt af markmiðum fjölmiðlalaga, og að opinberir aðilar átti sig á að fjölmiðlar eru að þessu leyti ólíkir venjulegum fyrirtækjum. Þannig sé stutt við að þeim sé kleift að sinna sínu hlutverki án áhrifa frá fyrirtækjum, stofnunum eða tengsla við tiltekna stjórnmálaflokka.

Nánar á

https://mannlif.is/heimurinn/innlent/frekari-samthjoppun-a-fjolmidlamarkadi-varhugaverd/