Frábær frammistaða hjá hatara: sjaldan meiri spenna – geggjuð stemmning í salnum

Hljómsveitin Hatari flutti framlag Íslands, Hatrið mun sigra, í Eurovision söngvakeppninni nú kvöld. Hatari var sautjánda sveitin til að stíga á svið. Bundnar eru miklar vonir við að sveitin verði ein af þeim efstu í keppninni í ár og benda margar spár til þess að Hatari-hópurinn verði í hópi fimm efstu þegar talið verður upp úr kössunum síðar í kvöld.

Sjaldan hefur spennan verið jafn mikil.

Frammistaða Hatara hópsins í kvöld var óaðfinnanleg og stemmningin í salnum frábær svo vægt sé til orða tekið. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fluttninginn frá því í kvöld aftur og aftur: