Forysta sjálfstæðisflokksins notar kjördæmavikuna til að sitja landsþing íhaldsflokksins í bretalndi

Bjarni Benediktsson, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir og Jón Gunnarsson hafa varið vikunni í Bretlandi þar sem þau sitja landsþing breska Íhaldsflokksins ásamt framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Alþingi Íslendinga starfar ekki í þessari viku. Tíminn er ætlaður fyrir þingmenn og ráðherra til að heimsækja fólk of fyrirtæki í kjördæmum sínum til að afla upplýsinga og skiptast á skoðunum við kjósendur og forystumenn fyrirtækja og stofnana í kjördæmunum. 

Formaður, varaformaður, ritari og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákváðu hins vegar að nota kjördæmavikuna til að hlýða á Boris Johnson formann Íhaldsflokksins og sitja landsþing flokksins.