Katrín vill skýringar frá seðlabankanum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur óskað formlega eftir greinargerð frá bankaráði Seðlabankans vegna dóms Hæstaréttar í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja.

Dómur var kveðinn upp síðastliðinn finntudag þar sem Hæstiréttur Íslands staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun, Seðlabanka Íslands frá 1. september 2016 um að Samherji hf. skuli greiða 15 milljónir króna í stjórnvaldssekt til ríkissjóðs vegna gjaleyrisbrota.

Áður hefur Katrín sagt að dómurinn breytti engu um stöðu Más Guðmundsson, seðalabankasjóra en í hans tíð hefur málið verið rekið gegn Samherja í alls sjö ár.

Óskar ráðherra eftir greinargerð bankaráðs um mál Samherja frá þeim tíma sem rannsókn hófst á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um það hvað lá að baki ákvörðun Seðlabanka Íslands um að endurupptaka málið sem tilkynnt var Samherja 30 mars árið 2016.

Þá óskar Katrín einnig eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti Seðlabanki Íslands hyggist bregðast við dómnum og hvort dómsniðurstaðan kalli á úrbætur á stjórnsýslu bankans og þá hvaða.

Vakin er athygli á því að lög um Seðlabanka Íslands eru nú til heildarendurskoðunar í. forsætisráðuneytinu og er stefnt að framlagningu frumvarps til nýrra heildarIaga um Seðlabanka Íslands á vormánuðum. Óskað er eftir að greinargerðin berist forsætisráðuneytinu eigi síðar en föstudaginn 7. desember nk, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.