Forsætisráðherra lagði línurnar um að sigríður ætti að hætta

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, lagði lín­urnar um það að Sig­ríður Á. And­er­sen myndi hætta sem dóms­mála­ráð­herra, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Hún kom sjón­ar­miðum sín­um, um að dóms­mála­ráð­herra yrði að axla ábyrgð á þeirri óvissu sem upp væri komin í dóms­kerf­inu eftir dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu, skýrt á fram­færi við for­menn sam­starfs­flokk­anna í rík­is­stjórn, Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á fundi for­mann­anna í morg­un, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Eftir sem áður var ekki end­an­lega ljóst, að Sig­ríður Á. And­er­sen myndi segja af sér, fyrr en hún gerði það sjálf á blaða­mann­fundi í dóms­mála­ráðu­neyt­inu, sem hófst klukkan 14:30.