Förgum meira en tonni af mat

1,3 milljörðum tonna af mat er fargað árlega hér á landi. Hver Íslendingur hendir mat að andvirði um 60 þúsund krónum á ári.

Árleg losun koldíoxíðs í heiminum af völdum matarsóunar er áætlað um 3,3 milljónir gígatonn.

Matarsóun getur haft gríðarlega mikil og fjölþætt umhverfisáhrif. Sóun á matvælum verður til á öllum stigum virðiskeðjunnar svo sem í framleiðslu, flutningi, sölu og á heimilum. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna matarsóunar á Íslandi er talin vera um 5 prósent af heildarlosun sem íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir. Skuldbindingar Íslands hljóða upp á minnkun losunar um 40 prósent á næstu tólf árum. Umhverfisstofnun birtir upplýsingar um sóun matvæla.

Þriðjungur þess matar sem framleiddur er í heiminum fer í ruslið. Þetta má sjá á tölum frá Umhverfisstofnun.