Föðurbróðir fjármálaráðherra orðinn stjórnarformaður hvals

Einar Sveinsson, fjárfestir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, tók nýlega við stjórnarformennsku í Hval hf. 

Fyrirtækið hóf nýlega veiðar á langreyðum eftir tveggja ára hlé, en um er að ræða einu útgerðina sem stundar slíkar veiðar við Íslandsstrendur. 

Reglugerð frá 2014 sem heimilar hvalveiðar við Íslandsstrendur rennur út á næsta ári og mun þannig ríkisstjórnin þurfa að taka afstöðu til áframhaldandi veiða. 

Nánar á

https://stundin.is/grein/7086/einar-sveinsson-ordinn-stjornarformadur-hvals/