Flokkur fólksins fær þrjá að­stoðar­menn

Fjöldi aðstoðarmanna ráðherra og alþingismanna verður kominn yfir 50 eftir tvö ár. Ráðnir verða 17 nýir aðstoðarmenn fyrir þingflokka á næstu árum og hafa þingflokksformenn komist að samkomulagi um hvernig þeim verður skipt milli þingflokka.

Eftir áramót verða átta nýir aðstoðarmenn ráðnir, einn fyrir hvern þingflokk. Árið 2020 bætast fimm við og fjórir árið 2021. Síðari árin tvö verður aðstoðarmönnum þingflokka skipt milli þingflokka eftir reiknireglu D’Hondt og verður miðað við stærð þingflokka að frátöldum þeim þingmönnum sem þegar hafa aðstoðarmenn, þ.e. ráðherrar og formenn.

Eftir að framangreint samkomulag formanna þingflokkanna náðist rétt fyrir síðustu mánaðamót minnkaði hins vegar þingflokkur Flokks fólksins um helming og fór úr fjórum þingmönnum í tvo og hinir brottreknu þingmenn eru orðnir óháðir þingmenn.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/flokkur-folksins-faer-rja-astoarmenn