Fjögur ný framboð næðu kjöri

Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýjustu kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar. Fylgi flokksins mælist 30,8 prósent Samfylkingin er mun nær því að ná inn níunda manni á lista en að tapa þeim áttunda. Fylgi flokksins hefur ekki mælst meira frá því í byrjun apríl.

Það er nú mjög nálægt því fylgi sem Samfylkingin fékk í kosningunum 2014, þegar hún fékk 31,9 prósent.

Um þetta má nánar lesa í Kjarnanum.

Miðað við kosningaspána yrðu úrslit þessi:

  • Samfylking myndi fá átta borgarfulltrúa
  • Sjálfstæðisflokkur myndi fá sjö borgarfulltrúa
  • Píratar myndu fá tvo borgarfulltrúa
  • Vinstri græn myndu fá tvo borgarfulltrúa
  • Viðreisn myndi fá einn borgarfulltrúa
  • Miðflokkurinn myndi fá einn borgarfulltrúa
  • Flokkur fólksins myndi fá einn borgarfulltrúa
  • Sósíalistaflokkur Íslands myndi fá einn borgarfulltrúa
Sósíalistaflokkurinn mælist því í fyrsta sinn með mann inni, Samfylkingin nálgast kjörfylgi og Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að dala. Hörð barátta er milli Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins, Framsóknar og Viðreisnar um tvo síðustu menn inn í borgarstjórn, segir í frétt Kjarnans.
 

Borgarstjórnarkosningarnar fara fram laugardaginn 26. maí. 

\"\"