Fjármálaráðuneytið sagt ljúga til um stöðu íslandspósts

Í minnisblaði sem fjármálaráðuneytið sendi á fjárlaganefnd Alþingis þann 6. september vegna fjárhagsvanda Íslandspósts, er lausafjárvandi fyrirtækisins rakinn til versnandi afkomu alþjónustu og fækkunar bréfsendinga. Stundin greinir frá því að þar sé dregin upp röng mynd af fjárhagsvanda Íslandspósts, sem stangist á við mat eftirlitsaðila. Þar sé að finna villandi og röng ummæli að finna og skautað framhjá staðreyndum sem skýri fjárhagsvandann að einhverju leyti betur en útskýringar stjórnenda fyrirtækisins. Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins en hefur sætt harðri gagnrýni vegna umsvifa sinna á samkeppnismörkuðum, þar sem rekstarvandi þess er talinn liggja.

Í síðustu viku gerði meirihluti fjárlaganefndar breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, að ósk fjármálaráðuneytisins. Tillagan hljóðaði upp á að ríkið endurlánaði 1500 milljónir til Íslandspósts árið 2019. Tillagan var þó síðar dregin til baka og kallað var eftir frekari skýringum áður en heimildin yrði veitt. Ríkissjóður hafði áður veitt Íslandspósti heimild til 500 milljóna króna láns.

Nánar sá

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/11/23/fjarmalaraduneytid-sagt-ljuga-til-um-stodu-islandsposts-minnisbladi/