Fjármálaráðuneytið hnyklar vöðvana

„Ég er farin að sjá hvað það þrengir að starfseminni og í hvað stefnir,“ segir Brynja Ragnarsdóttir fæðingarlæknir á Landspítalanum í samtali við Vísi. Hún er áhyggjufull yfir stöðunni á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar. Brynja var á vaktinni í nótt og hún hefur strax fundið fyrir breytingunni eftir að uppsagnir 12 ljósmæðra tóku gildi á sunnudag.

„Ég var í sérnámi í Bretlandi og þar var töluverð vöntun á ljósmæðrum. Þegar spítalar komu illa út hvað varðar óvenju mikla tíðni af slæmri útkomu hjá móður eða börnum tengt fæðingum, þá var það venjulega rauði þráðurinn í niðurstöðum að það væri vegna vöntunar á vel menntuðum og færum ljósmæðrum. Þannig að það eru alveg bein tengsl þarna á milli.“

Nánar á visir.is

ttp://www.visir.is/g/2018180709732/segir-fjarmalaraduneytid-nota-ljosmaedradeiluna-til-ad-hnykla-vodvana