Hafa greitt 185 milljónir í leyfisgjöld fyrir notkun á microsoft-hugbúnaði

Í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Álfheiðar Eymarsdóttur, varaþingmanns Pírata um um kostnað fjármála- og efnahagsráðuneytisins og undirstofnana þess vegna kaupa og notkunar á Microsoft-hugbúnaði kemur í ljós að ráðuneytið eyddi rúmlega 185 milljónum króna í hugbúnaðinn á árunum 2014-2018.

Fyrirspurn Álfheiðar hljóðaði svo:

„Hversu miklum fjármunum hefur verið ráðstafað árlega undanfarin fimm ár í leyfisgjöld til Microsoft vegna nota af hugbúnaði og stýrikerfum í ráðuneytinu og undirstofnunum þess?“

Í svarinu kemur fram að langmestan kostnað í þessum efnum hafi ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri og yfirskattanefnd borið með 62,6 milljónir, og Fjármálaeftirlitið með tæpar 57 milljónir.