Fiskafli

Heildarafli íslenska flotans á fyrri helmingi fiskveiðiársins 2016/2017 frá 1.september 2016 til loka febrúar 2017 nam tæpum 425 þúsundum tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra 472 þúsund tonn. Þetta er samdráttur sem nemur um 10% eða um 48 þúsund tonnum. Meginskýringin á þessu er sjómannaverkfallið sem stóð i um 8 vikur.