Fermingarnar eru vorboðinn

Hringbraut skoðar allar hliðar fermingarinnar í sérstökum þætti:

Fermingarnar eru vorboðinn

“Fermingarnar eru vorboðinn” segir séra Guðrún Karls Helgudóttir með bros á vör. Í Grafarvogskirkju fermast um 200 börn ár hvert og segir Guðrún að fermingarbörnin séu mikilvægur og líflegur hluti af kirkjuárinu.  Þau mæta í messu vikulega og hafa almennt mikinn áhuga á starfinu og náminu. 

Námið hefur hins vegar tekið breytingum síðustu árin og lögð er áhersla á samskipti og jákvæða sálfræði. Elín Elísabet hefur hannað nýtt kennsluefni fyrir fermingarfræðsluna sem minnir einna helst á borðspil. Börnin draga sér spjald með sögu, úr bilblíunni meðal annars og greina í sameiningu tilfinningar sögupersónanna. Þetta verður til þess að samræður um tilfinningar myndast í hópnum og meðvitunin verður meiri. Breytingar á kennsluefninu hafa vakið mikla ánægju og áhuga.

Það er eitt og annað sem við kemur fermingunum. Fermingin krefst mikils undirbúning hjá börnunum sem og foreldrum þegar þessi stóru tímamót ganga í garð. 

Það þarf að huga að mörgu og í þættinum Fermingar á Hringbraut, sem sýndur er þessa vikuna, er farið yfir nokkra hluti sem gætu hjálpað til við undirbúning. Föndra sýnir okkur inn í heima skreytinga en snillingarnir í Föndru eru með ótrúlegar hugmyndir og hönnun sem gott er að kíkja á, fyrir gestgjafann sem og gestinn. Meðal vinsælla gjafa má meðal annars nefna skartgripi, rúmföt og rúm og farið verður í heimsókn í MEBA, Lín design, Rekkjuna og Comma.

 

 

Nýjast