Ferðamönnum fækkaði um fimmtung á öðrum ársfjórðungi og gistinóttum um tíu prósent

Á öðrum ársfjórðungi komu 390 þúsund erlendri ferðamenn til landsins en á sama tíma á síðasta ári voru þeir 488 þúsund. Í maí komu 173 þúsund ferðamenn til landsins en voru 209 þúsund í sama mánuði á síðasta ári. Fækkunin á öðrum ársfjórðungi nemur um 20%.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Gistinætur voru 690.000 í maí segir í frétt blaðsins og voru 10% færri en í maí á síðasta ári en þá voru þær 767 þúsund. Mesti samdrátturinn var á sölu gistinga í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður eða tæplega 30%. Seldust 89 þúsund gistingar í gegnum þessar síður en 125 þúsund í maí í fyrra. Gistinætur á hótelum drógust aðeins saman um 3%. Nýtingarhlutfall hótelherbergja lækkaði niður í 56% úr 58%.

12% fækkun varð á brottförum frá Keflavíkurflugvelli á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma á síðasta ári og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15%. Á sama tíma fækkaði skiptifarþegum um 43%.