Ferðamenn í stórhættu: lokuðust inni í helli í reynisfjöru – sjáðu myndbandið

Ferðamenn voru í stórhættu í Reynisfjöru í dag og í hreinni lífshættu. Gríðarlegur öldugangur var í fjörunni og mikill vindur á svæðinu. Fyrr í dag var annar ferðamaður hætt kominn þegar öldur hrifsuðu hann og stefndi maðurinn á haf út þegar náði að standa í fæturna á síðustu stundu og komst í land við illan leik.

Sigurður Sigurbjörnsson, lögreglumaður á Suðurlandi segir í samtali við Fréttablaðið

 „Við vorum þarna í dag vegna þess að það var einn sem var næstum því farinn á haf út. En hann var sterkur og náði að berjast á móti. Eins og dagurinn var í dag þá er fólk alltaf í stöðugri hættu þarna niðri í fjöru. Það voru mjög kröftugar og stórar öldur eins og myndbandið sýnir.“

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið: