Efast um að konur yrðu reknar fyrir sömu sakir

Páll blandar sér í mál Kristins í HR:

Efast um að konur yrðu reknar fyrir sömu sakir

Hefði kona verið rekin fyrir samskonar bjánaummæli um karlmenn?“ Þetta er spurning sem Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varpar fram á Facebook-síðu sinni í tengslum við mál Kristins Sigurjónssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Eins og DV greindi frá í gær var starfsmönnum HR tilkynnt að Kristinn hefði hætt störfum.

Þann 3. október fjallaði DV um mál Kristins sem kenndi kúrsa síðastliðinn vetur í raforkukerfum og kraftrafeindatækni. Á lokuðum Facebook-hópi sem nefnist karlmennskan lét hann falla ummæli um kynin á vinnustöðum:

„Ég er svo hjartanlega sammála, það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.“

Nánar á

http://www.dv.is/frettir/2018/10/09/pall-blandar-ser-lektorsmalid-hr-efast-um-ad-konur-yrdu-reknar-fyrir-somu-sakir-og-kristinn/

 

Nýjast