Enn leitað að Jóni Þresti

Enn leitað að Jóni Þresti

Nýja myndin af Jóni Þresti
Nýja myndin af Jóni Þresti

Enn leitar lögreglan í Ballymun í Dyflinni að Jóni Þresti Jónssyni, sem hefur ekki sést síðan kl. 11 á laugardagsmorgun í Whitehall úthverfi borgarinnar. Í gær birti lögreglan á Írlandi nýja mynd af Jóni Þresti á Facebook síðu sinni. Vísir.is greinir frá.

Við birtingu á nýju myndinni biðlaði lögreglan á Írlandi að nýju til almennings um upplýsingar varðandi Jón Þröst og hvar hann gæti verið niðurkominn. Þar kemur fram að Jón Þröstur sé 183 sentimetrar á hæð, meðalmaður að vexti og með stutt brúnt hár.

Fjölskylda hans er flogin út til Írlands og í tilkynningu frá þeim segir að þau séu enn í áfalli en vilji að öðru leyti ekki tjá sig.

Nýjast