Réttur fjárfesta

Á vefsíður Viðskiptablaðsins er í dag frétt sem birt er í dálknum Skoðun.

Fréttin er um möguleg brot á lögum um verðbréfaviðskipti eins starfsmanns Icelandair Group. Mál þetta er en þá í rannsókn.

Félaginu hefur verið kunnugt um málið síðan í maí og var starfsmaðurinn sem ekki hefur stöðu fruminnherja sendur í leyfi þegar í stað.

Þetta vekur spurningar um stjórnarhætti félagsins segir í fyrirsögn.

Í dálknum Skoðun segir að heita má óskiljanlegt að Icelandair hafi ekki greint frá þessu að eigin frumkvæði.

Orðrétt segir í Skoðun:

\"Fjárfestar þurfa að vita af því ef einn af helstu stjórnendum félagsins er til rannsóknar grunaður um saknæmt athæfi ekki síst ef málið varðar markaðviðskipti með beinum hætti\".

Rannsókn beinist að viðskiptum í aðdraganda hinnar alls óvæntu aðkomuviðvörunar Icelandair Group í febrúar í ár þegar hlutabréfaverð Icelandair Group lækkaði um fjórðung á einum degi.

Nánar www.vb.is

[email protected]