Endurkomur ómissandi manna

Jón Trausti skrifar grein í Stundina

Endurkomur ómissandi manna

Mynd Stundin
Mynd Stundin

Íslandssagan er stöðugt að eiga sér stað fyrir augum okkar, eða undir yfirborðinu. Oft eru málalyktir allar aðrar en leit út fyrir þegar málin voru í umræðunni.

Við sjáum núna að bankastjórinn sem var með 70 til 80 milljónir króna í mánaðarlaun fyrir súperstjörnuhæfni sína og einstakan árangur, en var við stýrið þegar bankinn fór í eitt stærsta gjaldþrot heimssögunnar, og hafði þá stundað alvarleg efnahagsbrot, er kominn aftur með peninga ásamt eiginkonu sinni í gegnum skattaskjólið Tortóla.

Eftir hrunið sagðist hann hafa „tapað sparnaðinum“ og sagðist „ekki auðmaður“, en á bakvið tjöldin kom fram að hann ætti 600 milljónir króna. Það er rétt tæplega hundrað sinnum meira en Íslendingar að miðgildi.

Svo vill til að bankastjórinn forðaði einmitt rétt tæplega 600 milljónum króna af hlutabréfaeign sinni í bankanum nokkrum vikum fyrir hrun þegar hann beitti Kaupthinking sínu til að láta bankann sem hann stýrði veita „avatar“ sínum, eða gervimanni, Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., lán til að kaupa hlutabréfin af Hreiðari Má Sigurðssyni sjálfum.

Nánar á 

https://stundin.is/grein/8398/

Nýjast