Endurkoma pólitísku miðjunnar

Björgvin G Sigurðsson ritstjóri héraðsfréttablaðsins Suðri minnir á að á erfiðum tímum er oft kallað eftir einföldum lausnum. Þær einföldu lausnir boða lýðhyllingar að við forseta Bandaríkjnna Donlad J Trump eða oddvitar Brexit. Marine Le Pen er í þessum hópi skrifar Björgvin.

Nú freista menn á borð við forseta Frakklands Emmanuel Macron að skapa nýja miðju í stjórnmálum um sín sjónarmið og stöðu Frakklands í Evrópusambandinu.

Tiltrú fólks á valdaflokkum síðustu hundrað ára hefur sópast að miklu leyti í burt að mati Björgvins. Nú er aftur takmarkið að koma á mannúðlegu jafnvægissamfélagi. En hvernig lýtur þjóðfélag miðjumanna þá út? Þessu kann 39 ára gömul bók að svara. 

Árið 1978 kom út í Danmörku bók um þjóðfélag miðjumanna sem varð metsölubók þar í landi. Ólafur Gíslason þýddi bókina á íslensku og Örn og Örlygur gáfu hann út árið 1979.

Íslensku tiltill bókarinnar er \"Uppreisn frá Miðju\". Bókin vakti á sínum tíma óskipta athygli víða um heim. Danskir höfundar bókarinnar lýsa nýrri þjóðfélagsgerð og skilgreina þá þróunarleið ýtarlega og undanbragðalaust.

Skrif Björgvins í Suðra kunna að endurvekja áhuga á þessari bók 39 árum eftir að hún kom út. Hreinn Loftsson lögmaður þá blaðamaður á dagblaðinu Vísir skrifaði ritdóm í blaðið um bókin sem birtist hinn 13. desember 1979.

rtá

Nánar www.tímarit.is   www.fotspor.is