Elísabet reið og pirruð: Tvisvar veist að henni í miðbænum - „Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?!“

Elísabet reið og pirruð: Tvisvar veist að henni í miðbænum - „Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?!“

„Ég er búin að lenda í því tvisvar á mjög stuttum tíma að karlmaður veitist að mér í miðbæ Reykjavíkur og djöfull er ég orðin óstjórnlega þreytt á að þurfa að verja mig. Dauðþreytt.“

Þetta segir söngkonan Elísabet Ormslev á Facebook-síðu sinni. Elísabet er ein efnilegasta og kröftugasta söngkona ungu kynslóðarinnar. Hún hefur vakið athygli í söngvakeppnum og nú í sumar gaf hún út sitt fyrsta frumsamda lag. Elísabet segir í opinni færslu að hún hafi í tvígang verið beitt kynferðislegri áreitni. Elísabet segir:

„Í fyrra skiptið var ég stödd fyrir utan Noodle Station hjá Hlemmi að kvöldi til þegar að erlendur maður kom og strauk mér undir brjóstið og sagði mér að „hann myndi ríða mér betur en hver sá sem væri að því núna.“

Í dag átti svo Elísabet leið um Austurstræti. Elísabet segir:

„ ... og maður hljóp í áttina að mér, kleip í rassinn á mér og tjáði mér þær fréttir „að ég væri að fara heim með sér á stundinni og ég hefði ekkert val um það baby.“.

Elísabet kveðst hafa slegið á hendur þeirra og sagt þeim að snerta hana ekki. Elísabet segir:

„Viðbrögðin voru eins í bæði skiptin: Ég er klikkuð tík.“

Elísabet bætir við að verða fyrir kynferðislegri áreitni eins og lýst er hér að ofan hafi gert hana pirraða og reiða. Elísabet segir að lokum:

„Þetta er að gerast alls staðar, alltaf. Ekki bara þegar við erum kannski í flegnum bolum á djamminu, (sem við andskotans MEGUM,)  Í fyrra skiptið var ég í sweat pants, bol upp í háls, ómáluð með snúð í hárinu, þannig að EAT IT.“ Þá spyr Elísabet á öðrum stað:

„Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?!“

Nýjast